miðvikudagur, júlí 02, 2003

Af knattspyrnu...

Fór á Fram-Haukar í bikarnum í gær. Það var ekki góð skemmtun. Þvílík endemis leiðindi. Og lélegheit. Andri Fannar var reyndar á bekknum og þegar svo er þá er bitleysið fram á við ekkert. Bara eins og að reyna að skera símaskrá með lykli... það gengur bara ekki. Ég var að pæla í því á tímabili að fara í "Hver er maðurinn?" með sessunautum mínum. Geri það samt ekki.

Valur svo á sunnudag. Á maður að nenna að mæta? Veit það ekki. Jú, Jói Hreiðars er svo sætur. Svo er alltaf gaman þegar dómarar beita Hagnaðarreglunni. Gott að hafa reglu skírða í koparbrúnt höfuðið á sér.

Stundir.

Hagnaðurinn...