sunnudagur, mars 16, 2003

Skrapp í bíó í gær.

Það er stundum gaman, stundum leiðinlegt. Samt hefur leiðinlegum bíóferðum fækkað nú á seinni árum. Ég bara man ekki hvenær ég sá síðast lélega mynd í bíó. Hins vegar sé ég oft slæmar myndir á myndbandsspólum. Það er önnur saga.

Allavega, þá sá ég 25th Hour í gær. Spike Lee jóna með Edward Norton í aðalhlutverki. Þetta var mynd um eiginlega ekkert þannig séð; það var ekkert eiginlegt plott í myndinni. Engin flækja, ekkert rugl. Bara svona character mynd og var góð sem slík. Leikararnir héldu henni uppi. Eitt atriði var sérstaklega frábært. Það var þegar Norton karakterinn stóð fyrir framan spegil og notaði F-orðið óspart gegn öllum menningarhópum New York borgar, og auðvitað sjálfum sér ... hann var jú á leiðinni í fangelsi eftir 24 tíma; hence, 25th Hour. Ég mæli með því að þið sjáið þessa mynd. Stj*rnugj*f: 82/100

Hagnaðurinn