föstudagur, mars 14, 2003

Mikið er gott að það sé kominn föstudagur...

Já, hvað er meira hressandi en þegar vinnudegi lýkur á föstudegi... namminamm. Eins og fram hefur komið þá hata ég vinnuna mína. En það er erfitt að fá eitthvað annað. Ég tek samt köst annað slagið og sæki um útum allt. Eitt slíkt kast var einmitt í gær. Fór ég þá í herferðina “Sumarstarf 2003”. So far so bad. Ekkert hefur gerst enn, enda stutt síðan herferðin hófst. Vonandi gerist eitthvað því annars verð ég geðveikari en ég þegar er orðinn. Það gæti samt orðið hressandi.

Helvítis Rás 2 í dag. Það var verið að fara yfir listann “NME bestu plötur allra tíma” og það var getraun hver var númer 1. Ég vissi svarið, enda hef ég séð þennan lista einhvers staðar. En ég náði ekki inn. Helvítis. En diskurinn er engu að síður góður: Stone Roses-Stone Roses. Tilvalinn í spilarann þegar verið er að grilla. Prófið bara, það er alger snilld.

Hélt smá Karlakvöld síðasta laugardag. Það var vel heppnað eins og áður. Mættir voru Krissi, Atli og Danni. Raggi og Steini komust ekki. Svei Svei. Á matseðlinum voru grilluð svínarif. Þetta var í fyrsta skipti sem ég elda svona... hef bara borðað þetta áður. Þetta tókst ágætalega. Menn voru saddir og nöguðu beinin karlmannlega. Þetta er eiginlega the ultimate karlamannsmatur. Já, það er gott. Einnig héldum við hina fyrstu vondulagakeppni ‘ónefnds karlaklúbbs’. Það er skemmst frá því að segja að ég og Daníel vorum efstir og jafnir með 2 atkvæði hvor. Ég var með eitthvað lag með Glamma Kid en Danni mætti með Leoncie. Slæm lög bæði tvö en þau komast bæði í lokakeppnina, Vondóvision, sem fram fer síðar á þessu ári, og boðsgestir munu þá kjósa hvert var versta lag ársins. Allt voða skemmtilegt. Hringdum líka í Sigurð Óla og B-Knuts. Hressir strákar í Pitt fílíng. Óli átti afmæli og við sungum honum til heiðurs.

Jæja, nýja Beastie Boys lagið er að verða komið. Ætla að fara að hlusta á það.

Heyrumst,
Hagnaðurinn