sunnudagur, mars 23, 2003

Æjæjæj

Er bloggið dautt? Nei, svo aldeilis ekki. Ég var bara veikur. Já, og er eiginlega ennþá veikur. Fékk svona líka slæma hálsbólgu í vikunni og bryð núna pensillín eins og mér sé borgað fyrir það. Það er ekki svo bragðgott.

Hvað er nýtt af málefnum? Sá ensku útgáfuna af Hrigittu Baukdal hjá Gísla Marteini í gær. Oh, Gísli er alveg frábær. Það var búið að breyta stolna hlutanum af laginu, en það breytti því ekki að lagið er viðbjóður, auk þess sem þetta tiltekna lag var ekki kosið í símakosningu hér á landi... Leðjan til Lettlands!!! Æ, ég held að það sé vonlaus barátta.

Liverpool duttu út úr Evrópukeppninni. Lítið annað um það að segja. Sá ekki leikinn vegna veikinda, en mér skilst að við gátum ekki neitt.... frekar en fyrri daginn. Þetta er ekki alveg búið að vera nógu góður íþróttavetur hjá mínum liðum: Barcelona (gott og slæmt), Napolí (barátta í seríu B), Liverpool (ekki nógu gott, en vill þó benda á að þeir hafa fleiri titla en öll önnur lið á Englandi samanlagt). Lakers eru tæknilega búnir að skíta á sig en mér sýnist að þeir séu að verða búnir að skeina sér og fari jafnvel að hætta að nota bleiju. Þeir kúka bara í hádeginu hér eftir og spila svo á kvöldin.

Er enn að skoða ferðamöguleika fyrir sumarið. Er búinn að skipuleggja ferðir allt frá USA til Frakklands til Ítalíu til Spánar til Þýskalands til Austurríkis til Ungverjalands til Póllands. Margt í stöðunni. Kemur vonandi í fjós fljótlega.

Mig langar að bjóða Steinar Arason velkominn aftur í bloggið. Hans var sárt saknað.

Hagnaðurinn