þriðjudagur, janúar 14, 2003

Nýtt ár og ný tækifæri...

Seinn er ég á mér... bara kominn fjórtándi. Gleðilegt nýtt segi ég hér.

... Ég átti ammæli um daginn. Varð ég 24 ára þann 10. janúar. Buðum við skötuhjúin nokkrum vinum hingað í kjallarann. Þetta var fámennt en góðmennt. Vil ég nota tækifærið (sko, strax komin tækifæri!) til að biðjast afsökunar til þeirra sem ekki var boðið. Því miður þá var ekki meira pláss hér í kjallaranum !!! Sorry.

Annars er fátt nýtt í spilunum. Það er búið að vera talsvert um drykkju uppá síðkastið og stendur til að minnka það á næstu vikum. Það er búin að vera afmæli, kveðjuhóf og svoleiðis og þá er oft tekið í drykk til að fagna að einhver sé að fara af landi brott. Hóhóhó.

Svo eru smá pælingar með að fara til Myrtle Beach í maí. Þá mun slatti af fólki útskrifast sem ég þekki og er þetta eiginlega síðasti séns til að hitta margt af þessu fólki. Líklegast að ég og Harpa förum saman. Svo er alltaf verið að reyna að smala saman fleira fólki, en það er eins og enginn nenni að spila golf með mér. Daníel T., þú ert örugglega ágætur caddy!

Ég er enn í sömu vinnunni. Ég vill sleppa þaðan sem allra fyrst.... er alveg að verða komin með ógeð... svo er líka að fara að kólna. Það er eitthvað sem hentar ekki Hagnaðinum. Auglýsi ég hér með eftir vinnu. Þykir mér reyndar líklegt að ég fái engin viðbrögð frekar en fyrri daginn.

Ætla ég að láta þettta gott heita að sinni. Fyrir þá sem hafa lesið skemmtilegt ársuppgjör mitt, þá er von á Marsmánuði 2002 hér á eftir. Mun þar verða til umfjöllunar Spring Break, New Orleans, golf, og fleira. Spennandi... ég hlakka til.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn