laugardagur, janúar 25, 2003

New Orleans: Dagur 3

Það var komin soldið þreyta í mannskapinn þennan þriðja dag ferðarinnar. En það var engin ástæða til að slappa af og því var drifið sig í bæinn þegar við vöknuðum. Núna átti að skoða áður ókönnuð lönd, jafnvel eitthvað spennandi. Humm, ég hlakka til.

Jæja, komum okkur að efninu. Við byrjuðum á að heilsa uppá kall sem heitir Louis Armstrong . Það var garður þarna sem var tileinkaður honum. Armstrong var búinn að dressa sig upp og var allur hinn ferskasti . Þaðan lá leiðin í kirkju eina. Eins og oft vill verða þá myndast gífurleg stemning í kirkjum víðsvegar um heiminn, og þarna var engin undantekning.

Til að halda stemningunni gangandi var farið í kirkjugarð. En þetta var enginn venjulegur kirkjugarður, því allar grafirnar voru ofanjarðar . Þetta var athyglisverð sjón. Ástæða þessa ku vera að jarðvegurinn þarna er svo rakur. Veit ég ekki meira um það. Hins vegar myndast víst svakalegur fnykur þarna á sumrin þegar hitinn er um 35 gráður. Voða sætt allt saman en mjög óskipulagt svo ég klóraði mér bara í hausnum.

Svo var bara rölt meira um, tekið myndir og látið taka myndir af okkur , og einnig látið teikna myndir af okkur. Það kom ekki vel út. Þar vorum við tekin í rassgatið á Asíufólki.

Kvöldið var með rólegta móti. Fyrst var bara chillað á ‘World Trade Center’ barnum og svo borðað á Hard Rock. Það var bara fínt; Harpa fékk ís og aðrir fengu bjór og steik . Eftir matinn var svo aðeins farið á sjálfan ‘Stelpur verða villtar” barinn og tjekkað á stemningunni. Tempraður dagur í tempruðu loftslagi og stemningin eftir því. Fínn dagur.