laugardagur, janúar 25, 2003

New Orleans: Dagur 2

Dagurinn hófst með skemmtilegri blöndu af þynnku og hræðslu; þynnku frá deginum áður og hræðslu við að vera mikið lengur í þessu vafasama hverfi. Því var ákveðið að drífa sig fljótlega í bæinn og skoða sig meira um. Það var af nógu að taka þennan annan dag.

Við byrjuðum á því að skipta hópnum upp og löbbuðum eitthvað um. Endaði sú gönguferð með því að allir hópurinn hittist í "World Trade Center" þar sem það var ansi skemmtilegur veitingastaður á efstu hæð hússins sem snerist í hringi, svipað og Perlan hér í Reykjavík. Það var bara setið og slappað af, fengið sér afréttara, spjallað og tekið slatta af myndum. Því næst var verslað soldið áður en eitthvað skemmtilegra væri gert um kvöldið. Ég var allavega ekki kominn þangað til að versla.

Við borðuðum á ansi skemmtilegum veitingastað þetta kvöldið sem seldi "Huge Ass Beers" . Hann seldi líka úrvals steikur og annað. Þetta var staður uppá svölum og borðuðum við úti, á stað sem er hinum megin við götuna þar sem stelpur gjarnan flassa brjóstunum fyrir eldri karlmenn og myndavélar: svokallað “girls gone wild”. Alllavega, þá var étið mikið og átu sumir meira en aðrir.

Næsti viðkomustaður var bar sem heitir “Pat O´Briens”. Við höfðum lesið á netinu að þetta væri afar skemmtilegur staður og reyndist það rétt í stórum dráttum. Þarna var hægt að fá alls konar hanastél auk annarra drykkja, m.a. þeirra "World Famous Hurricane" . Það var glatt á hjalla, mikið drukkið og mikið gaman. Hápunktur kvöldsins var þó þegar fram fór keppni í svokölluðum “víðáttubrjálæðis-rúnkhljóðum Palla”. Vakti sú keppni óskipta athygli nærstaddra.

Kvöldinu lauk svo eftir að við höfðum virt fyrir okkur stelpur verða villtar . Það var afar hressandi þó lítið hafi dregið til tíðinda. Það var manað Svölu til að flassa en hún lét ekki til leiðast og hneppti að sér peysunni. Annars var ansi merkilegt að fylgjast með áhorfendum . Þetta voru eiginlega allt karlmenn á miðjum aldri með hálsfestar hangandi um sig, tilbúnir að fleygja þeim til þeirra sem létu að vilja þeirra. Sick, ekki satt?