föstudagur, janúar 31, 2003

Mikið að gerast og allt að verða vitlaust ..

Já, núna er allt að gerast ef svo má segja. Samt er eiginlega ekkert svakalegt í fréttum. Við Harpa erum eiginlega búin að ákveða að stefna á Danmörku í haust. Ég geri ráð fyrir að fara í "Applied Economics and Finance" í Copenhagen Business School. Harpa ætlar í Uppeldis- og menntunarfræði í University of Copenhagen.

Ég fann líka versta blogg heimsins um daginn. Það er hér. Bróðir Sigurjóns Kjartanssonar!!! Hressleiki í fyrirrúmi.

Ætla að fara að bæta við dagbókina um helgina... fullt af spennandi efni framundan. Myndir héðan og þaðan og hressleikinn mikill. Fylgist því með. Svo er ný síða í vinnslu.... farinn að horfa á Djúpu ... skemmtilegt föstudagskvöld.

Bið að heilsa öllum.

Hagnaðurinn