þriðjudagur, janúar 14, 2003

Mars

Sigurður Óli Sigurðarson, a.k.a. Gráa Eldingin, sagði mér um daginn að hann hefði aldrei séð Mars súkkulaði í búð í Bandaríkjunum. Þótti mér það athyglisvert og ákvað því að skrifa hér um mars-mánuð. (Ég hef aldrei séð Daim súkkulaði í USA, en það er enginn Daim mánuður svo það nær ekki lengra).

Mars byrjaði með látum. Strax á öðrum degi mánaðarins var tekinn pakki. Fyrst fórum við Harpa og Óli í matarboð til Baldur Knútssonar á neðri hæðinni. Hann var búinn að elda dýrindis kjúkling í ofni. Var þetta ágætlega gert hjá Baldri (hér eftir BK) og á hann hrós skilið. Eftir matinn komu yfir til okkar Kjartan Eyjólfsson og Valgarð Sörensen. Það var kominn tími á brottför. Destination: Porno Paul Transportation: Mary.
Það voru góðir gestir á svæðinu. Meðal annars voru mættir Ásmundur Haraldsson, knattspyrnukappi úr K.R., Þrótti og fleiri félögum. Með honum var Grétar Sveinsson, einnig knattspyrnukaapi úr Í.R. og Breiðablik. Höfðu þeir komið alla leið frá Pennsylvania til að hitta okkur. Seinna bættust í hópinn Stoney og Jason Smith (Smitty). Partý þetta var ágætt. BK stal senunni með því að rassskella sjálfan sig. Einnig var Harpa í góðum gír.

Næsti viðburður var föstudaginn níunda þegar Sigurðurátti afmæli. Hann varð svo mikið sem 23 ára. Hann fékk góðar gjafir, m.a. "ClimaXXX" frá góðu fólki. Þarna var mikið af góður fólki. Eiginlega bara allt pakkið sem bjó þarna, auk vinar BK sem bjó í Charleston. Hann var soldið krullaður. Stemningin var góð. Í þetta skiptið var Harpa að rassskella sjálfa sig, og fleiri.

Næstu helgi var farið til Charleston. Þetta var fyrsta helgin í Spring Break. Í för voru ég og Harpa, og Óli og Camilla. Stefnan var tekin til Hjartan og Ína, sem bjuggu þarna og voru í Mastersnámi... Indælisfólk. Þau voru að fara í brúðkaup þennan dag hjá blökkufólki í Georgetown, og vorum við öll fengin til að passa Sigga Tomma, son þeirra. Við skelltum okkur í bæinn með drenginn og kerru. Gvuð hvað Charleston er falleg borg.

Um kvöldið var svo grillað og sá húsbóndinn á heimilinu algerlega um það og fór á kostum, sérstaklega voru grill-græjurnar hans tilkomumiklar. Glæsileg máltíð í alla staði. Þá var komið að drykkju og leikjum, eitthvað sem oft fylgir því að hitta Hjört og Ínu. Það var drukkið stíft, m.a. annars rússneskt kókaín (það samanstandur af appelsínu/sítrónu og sykri og/eða kaffi). Rosa gott. Leikurinn þetta kvöldið var “Hver er hljómsveitin”. Það var hart tekist á og ég held að lokum hafi Camilla sigrað.

Daginn eftir fórum við Harpa í herskip sem var statt þarna rétt hjá. Það var soldið skemmtilegt að sjá þetta svona í nærmynd, og sérstaklega að fá að fara um borð í kafbát. Shit hvað það er þröngt þar. Að lokum enduðum við þessa skemmtilegu ferð í “Rooms to Go”, sem er búð sem selur húsgögn. Lítið meira um það að segja.