Febrúar
Febrúar var stórkostlegur mánuður. Stórkostlegur fyrir einn hlut. Sá hlutur er nánast of stórkostlegur til að skrifa um og verður eiginlega bara upplifaður. En ég ætla nú samt að reyna.
... Charlotte er borg í Norður – Karólínu. Kannski ekki hressileg borg en þeir hafa (höfðu) soldið sem ekki allir hafa. Það er lið í NBA deildinni í körfuknattleik. Ég var staddur í Charlotte í nóvember árið 2001. Var ég þar ásamt Hörpu að sækja Helgu, vinkonu hennar. Ákváðum við í góðu flippi að heimsækja heimavöll Charlotte Hornets. Fengum við að kíkja á höllina á þeim forsendum að við værum heimskir Íslendingar sem yrðum að fá að kíkja á þetta. Gekk það eftir þrátt fyrir að öryggisvörðurinn var skíthræddur við útlendinga. Tókum við nokkrar myndir og hypjuðum okkar svo út. Þetta var hressandi og náðust nokkrar góðar myndir. Þá fékk Hagnaðurinn (var reyndar ekki farinn að kalla sjálfan mig þetta þá) þá snilldarhugmynd að kaupa miða á kappleik og gerði ég það. Kappleikurinn fór fram í febrúar á þessu ári. Keyptir voru 6 miðar. Kostaði hver þeirra $29.
... Þann 17. febrúar var lagt af stað í ferð sem gleymist aldrei. Með í för voru eftirtaldir: Kobe I (Hagnaðurinn), Magic, Kobe II (Óli), Harpa, Camilla og Porno. Porno var bílstjóri. Aðrir voru farþegar og létu dólgslega. Bjór var hafður við hönd og Lakers-diskurinn var settur í spilarann á bílaleigubílnum. Stefnan var tekin á Charlotte Coliseum þar sem Lakers voru að spila við andstæðingana.
... Los Angeles Lakers er göfugast allra íþróttaliða segi ég.
Shaq stærstur og sterkastur
Kobe klárastur og kraftmestur
Fisher fimastur og fyndnastur
Fox fallegastur og frumlegastur
Horry hnyttinn og hittinn
... Ferðin var soldið skrýtin. Ekki oft sem fjögurra tíma ökuferð líður eins og hún sé bæði hálftími og tíu tímar. Spennan og eftirvæntingin var slík að manni fannst maður verð svakalega lengi á leiðinni en um leið roslega fljótur. Ég veit að öllum í bílnum leið kannski ekki alveg eins, enda sumir að fara á leikinn til að sjá hverju sætur Kobe er, frekar en hversu bestur hann er. Furðulegt!
... Höllin, sætin, maturinn, stemningin, leikurinn, karfan..... og já, ekki gleyma: klappstýran. Oh my, ég er að upplifa þetta allt aftur.
Höllin sem leikinn fór fram í er tilkomumikil en um leið voðalega einföld. Hún er uppá hæð og stendur þar tignarleg. Ég hafði reyndar komið þarna þrisvar sinnum áður og vissi því að hverju ég gekk. En þá var ég að gera eitthvað allt annað. Þá var ég ekki að fara að horfa á Shaq og Kobe. Þá var ég að horfa á Korn og Staind spila þungarokk, og Malone og Stockton spila leiðinlega. Höllin var eitt sinn sú stærsta í NBA, en tekur hún rétt um 23,000 manns í sæti. Þetta kvöld var uppselt, hvað annað?
Sætin sem við vorum í voru ágæt. Í rauninni bara það besta sem við gátum fengið. Þetta var á svokölluðu "lower level" fyrir aftan aðra körfuna, þar sem Lakers höfðu bekkinn sinn. Alls ekki slæmt. Kemur bara á óvart hversu vel maður sér þrátt fyrir að vera ekki á besta stað.
Maturinn er partur af heildarmyndinn. Það er seldur matur þarna útum allt. Þá er ég ekki að tala um salatbar, pasta og ávaxtasafa. Meira svona pítsa, pulsa, feitur hamborgari og bjór. Við fórum í pítsu og bjór. Og já, einhverjir fengu sér nachos með mikilli sósu.
Stemningin þarna var fremur skrýtin. Charlotte er þekkt fyrir að fá fáa áhorfendur, sem var einmitt ein af ástæðunum að þeir fluttu til New Orleans núna í sumar. En þetta febrúarkvöld var fullt í höllinni. Ein af ástæðunum er sú að það voru svo margir Lakers menn á svæðinu. Hver á að sjá fyrir .... ? Maður sá gula og fjólubláa menn allsstaðar. Þetta var alveg geggjað. En hvað viðkemur svona stemningu eins og við Íslendingar hugsum um ‘stemningu’ þá var hún frekar lítil. Fólk var almennt meira bara að borða hamborgarann sinn og drekka kókið. Það er frekar erfitt að lýsa því hvernig þetta var. Þetta er öðruvísi. Sérstaklega leikhléin. Ég hélt að leikhlé væru notuð til að fara yfir málin, leggja upp leikaðferð og e-ð svoleiðis. En nei, leikmennt eru meira í því að fylgjast með skemmtiatriðum og þurrka af sér svitann. Þetta vissi ég ekki þá, en veit núna.
Leikurinn sjálfur var það sem kom mér mest á óvart. Þegar ég horfi á þetta í sjónvarpinu þá finnst mér þetta taka óratíma. Það tekur 2 ½ tíma að meðaltali að spila hvern leik, sem er talsverður tími. En þetta kvöld fannst mér eins og þetta tæki enga stund. Ég veit ekki hvað það er. Hreinlega veit það ekki. Einnig var eins og maður setti sig ekki beint inní leikinn. Maður meira bara var þarna og hugsaði: svona er þetta þá eftir allt. En að leiknum. Þetta var ekkert sérstaklega vel spilaður leikur. Hornets voru með forystuna nánast allan tímann. Það var eins og Lakers kæmust aldrei almennilega í gang. Reyndar höfðu þeir spilað kvöldið áður í Cleveland.
... Svo í fjórða leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Lakers voru svona 10 stigum undir þegar 4 mínútur voru eftir. Þá var ákveðið að setja í þriðja gír. Lakers minnkuðu muninn jafn og þétt og það var orðið jafn þegar um hálf mínúta var eftir. Hornets með boltann. Leikhlé. Þvílík andskotans spenna. Og talandi um stemningu hér áðan. Núna var orðið geðveik stemning. Hornets fóru í sókn. Þeir tóku einhver 3 skot í þessari sókn, en öll geiguðu. Lakers náðu loksins boltanum. Ennþá jafnt. Leikhlé. Þrjár sekúndur eftir.
Núna var ekki horft á skemmtiatriði í leikhléinu. Phil Jackson var með plan. Það vissu allir í húsinu hvert planið var. Leikhlé búið og Lakers fengu að færa boltann upp að miðju. Brian Shaw var kominn inná til að kasta inn. Allir áhorfendur voru staðnir upp. Kobe tók á rás, kom af hindrun og fékk boltann; rétt innan við þriggja stiga línuna. Gabbaði einu sinni. Varnarmaðurinn féll ekki fyrir því. Þannig að hann skaut bara fade-away í fésið á honum. Swissssssssssssssssssssss. Leik lokið.
Það voru gríðarleg fagnaðarlæti. Ekki bara hjá okkur heldur útum allt. Maður sé þarna að það hafa örugglega verið svona 5-6000 Lakers menn í húsinu. Hver á að sjá fyrir búsinu? Shit hvað þetta var hressandi helvíti. Gæti hreinlega ekki hafa verið betra. En þetta átti eftir að batna.
Eftir leikinn vorum við eitthvað að chilla og taka myndir og svona. Er ekki ein klappstýra þá eitthvað að rölta þarna rétt hjá! Við grípum tækifærið og stökkvum á hana. Ekki í orðsins fyllstu reyndar. En við fengum allt sem við gátum beðið um, þ.e. mynd af okkur með henni. Svo þegar við vorum að fara út þá leið manni eins og bróður í fyrsta sinn. Við vorum í búningunum okkar eins og sönnum Lakers-mönnum sæmir, og þá eru þarna blökkumenn í sigurvímu rétt eins og við. Spaðann bróðir. Spaðann til baka.
Þetta var febrúar. Ég man ekkert meira frá þeim mánuði.
Febrúar var stórkostlegur mánuður. Stórkostlegur fyrir einn hlut. Sá hlutur er nánast of stórkostlegur til að skrifa um og verður eiginlega bara upplifaður. En ég ætla nú samt að reyna.
... Charlotte er borg í Norður – Karólínu. Kannski ekki hressileg borg en þeir hafa (höfðu) soldið sem ekki allir hafa. Það er lið í NBA deildinni í körfuknattleik. Ég var staddur í Charlotte í nóvember árið 2001. Var ég þar ásamt Hörpu að sækja Helgu, vinkonu hennar. Ákváðum við í góðu flippi að heimsækja heimavöll Charlotte Hornets. Fengum við að kíkja á höllina á þeim forsendum að við værum heimskir Íslendingar sem yrðum að fá að kíkja á þetta. Gekk það eftir þrátt fyrir að öryggisvörðurinn var skíthræddur við útlendinga. Tókum við nokkrar myndir og hypjuðum okkar svo út. Þetta var hressandi og náðust nokkrar góðar myndir. Þá fékk Hagnaðurinn (var reyndar ekki farinn að kalla sjálfan mig þetta þá) þá snilldarhugmynd að kaupa miða á kappleik og gerði ég það. Kappleikurinn fór fram í febrúar á þessu ári. Keyptir voru 6 miðar. Kostaði hver þeirra $29.
... Þann 17. febrúar var lagt af stað í ferð sem gleymist aldrei. Með í för voru eftirtaldir: Kobe I (Hagnaðurinn), Magic, Kobe II (Óli), Harpa, Camilla og Porno. Porno var bílstjóri. Aðrir voru farþegar og létu dólgslega. Bjór var hafður við hönd og Lakers-diskurinn var settur í spilarann á bílaleigubílnum. Stefnan var tekin á Charlotte Coliseum þar sem Lakers voru að spila við andstæðingana.
... Los Angeles Lakers er göfugast allra íþróttaliða segi ég.
Shaq stærstur og sterkastur
Kobe klárastur og kraftmestur
Fisher fimastur og fyndnastur
Fox fallegastur og frumlegastur
Horry hnyttinn og hittinn
... Ferðin var soldið skrýtin. Ekki oft sem fjögurra tíma ökuferð líður eins og hún sé bæði hálftími og tíu tímar. Spennan og eftirvæntingin var slík að manni fannst maður verð svakalega lengi á leiðinni en um leið roslega fljótur. Ég veit að öllum í bílnum leið kannski ekki alveg eins, enda sumir að fara á leikinn til að sjá hverju sætur Kobe er, frekar en hversu bestur hann er. Furðulegt!
... Höllin, sætin, maturinn, stemningin, leikurinn, karfan..... og já, ekki gleyma: klappstýran. Oh my, ég er að upplifa þetta allt aftur.
Höllin sem leikinn fór fram í er tilkomumikil en um leið voðalega einföld. Hún er uppá hæð og stendur þar tignarleg. Ég hafði reyndar komið þarna þrisvar sinnum áður og vissi því að hverju ég gekk. En þá var ég að gera eitthvað allt annað. Þá var ég ekki að fara að horfa á Shaq og Kobe. Þá var ég að horfa á Korn og Staind spila þungarokk, og Malone og Stockton spila leiðinlega. Höllin var eitt sinn sú stærsta í NBA, en tekur hún rétt um 23,000 manns í sæti. Þetta kvöld var uppselt, hvað annað?
Sætin sem við vorum í voru ágæt. Í rauninni bara það besta sem við gátum fengið. Þetta var á svokölluðu "lower level" fyrir aftan aðra körfuna, þar sem Lakers höfðu bekkinn sinn. Alls ekki slæmt. Kemur bara á óvart hversu vel maður sér þrátt fyrir að vera ekki á besta stað.
Maturinn er partur af heildarmyndinn. Það er seldur matur þarna útum allt. Þá er ég ekki að tala um salatbar, pasta og ávaxtasafa. Meira svona pítsa, pulsa, feitur hamborgari og bjór. Við fórum í pítsu og bjór. Og já, einhverjir fengu sér nachos með mikilli sósu.
Stemningin þarna var fremur skrýtin. Charlotte er þekkt fyrir að fá fáa áhorfendur, sem var einmitt ein af ástæðunum að þeir fluttu til New Orleans núna í sumar. En þetta febrúarkvöld var fullt í höllinni. Ein af ástæðunum er sú að það voru svo margir Lakers menn á svæðinu. Hver á að sjá fyrir .... ? Maður sá gula og fjólubláa menn allsstaðar. Þetta var alveg geggjað. En hvað viðkemur svona stemningu eins og við Íslendingar hugsum um ‘stemningu’ þá var hún frekar lítil. Fólk var almennt meira bara að borða hamborgarann sinn og drekka kókið. Það er frekar erfitt að lýsa því hvernig þetta var. Þetta er öðruvísi. Sérstaklega leikhléin. Ég hélt að leikhlé væru notuð til að fara yfir málin, leggja upp leikaðferð og e-ð svoleiðis. En nei, leikmennt eru meira í því að fylgjast með skemmtiatriðum og þurrka af sér svitann. Þetta vissi ég ekki þá, en veit núna.
Leikurinn sjálfur var það sem kom mér mest á óvart. Þegar ég horfi á þetta í sjónvarpinu þá finnst mér þetta taka óratíma. Það tekur 2 ½ tíma að meðaltali að spila hvern leik, sem er talsverður tími. En þetta kvöld fannst mér eins og þetta tæki enga stund. Ég veit ekki hvað það er. Hreinlega veit það ekki. Einnig var eins og maður setti sig ekki beint inní leikinn. Maður meira bara var þarna og hugsaði: svona er þetta þá eftir allt. En að leiknum. Þetta var ekkert sérstaklega vel spilaður leikur. Hornets voru með forystuna nánast allan tímann. Það var eins og Lakers kæmust aldrei almennilega í gang. Reyndar höfðu þeir spilað kvöldið áður í Cleveland.
... Svo í fjórða leikhluta fóru hlutirnir að gerast. Lakers voru svona 10 stigum undir þegar 4 mínútur voru eftir. Þá var ákveðið að setja í þriðja gír. Lakers minnkuðu muninn jafn og þétt og það var orðið jafn þegar um hálf mínúta var eftir. Hornets með boltann. Leikhlé. Þvílík andskotans spenna. Og talandi um stemningu hér áðan. Núna var orðið geðveik stemning. Hornets fóru í sókn. Þeir tóku einhver 3 skot í þessari sókn, en öll geiguðu. Lakers náðu loksins boltanum. Ennþá jafnt. Leikhlé. Þrjár sekúndur eftir.
Núna var ekki horft á skemmtiatriði í leikhléinu. Phil Jackson var með plan. Það vissu allir í húsinu hvert planið var. Leikhlé búið og Lakers fengu að færa boltann upp að miðju. Brian Shaw var kominn inná til að kasta inn. Allir áhorfendur voru staðnir upp. Kobe tók á rás, kom af hindrun og fékk boltann; rétt innan við þriggja stiga línuna. Gabbaði einu sinni. Varnarmaðurinn féll ekki fyrir því. Þannig að hann skaut bara fade-away í fésið á honum. Swissssssssssssssssssssss. Leik lokið.
Það voru gríðarleg fagnaðarlæti. Ekki bara hjá okkur heldur útum allt. Maður sé þarna að það hafa örugglega verið svona 5-6000 Lakers menn í húsinu. Hver á að sjá fyrir búsinu? Shit hvað þetta var hressandi helvíti. Gæti hreinlega ekki hafa verið betra. En þetta átti eftir að batna.
Eftir leikinn vorum við eitthvað að chilla og taka myndir og svona. Er ekki ein klappstýra þá eitthvað að rölta þarna rétt hjá! Við grípum tækifærið og stökkvum á hana. Ekki í orðsins fyllstu reyndar. En við fengum allt sem við gátum beðið um, þ.e. mynd af okkur með henni. Svo þegar við vorum að fara út þá leið manni eins og bróður í fyrsta sinn. Við vorum í búningunum okkar eins og sönnum Lakers-mönnum sæmir, og þá eru þarna blökkumenn í sigurvímu rétt eins og við. Spaðann bróðir. Spaðann til baka.
Þetta var febrúar. Ég man ekkert meira frá þeim mánuði.
<< Home