Vikuviðtalið
Þetta er viðtal sem birtist í tímaritinu Vikan. Spurningarnar hafa margoft birst, en svörin ekki. Gjörið svo vel: Hagnaðurinn í Viku-viðtali.
Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Ég á ekki von á að neitt stórkostlegt breytist í lífi mínu. Ég mun halda áfram að borða Kókópuffs á morgnana, svo verð ég vonandi kominn með vinnu þar sem ég mun vinna. Svo væri ekkert leiðinlegt að sötra bjór í nýju íbúðinni í góðum fíling um helgar. Ég geri ráð fyrir að fara að sofa uppúr miðnætti að staðaldri. Kannski ætla ég að æfa fótbolta, svo kemur vel til greina að stofna hljómsveit.
Hvað gerir þú í frístundum?
Ég geri bara svona allskonar. Eins og er þá æfi ég fótbolta og sæki um vinnur. Hvorugt gengur vel... þess vegna kemur til greina að snúa sér að öðru. Eyði oftast kvöldinu með kærustunni. Ræðum við heimsins málefni, já og slúður. Stundum tökum við myndbandsspólu og horfum á. Svo eyði ég talsverðum tíma fyrir framan skjái, þ.e. tölvuskjá og sjónvarpsskjá... Skjáir gefa lífinu lit.
Hver er uppáhaldsbókin þín?
Ég hef ekkert á móti bókum en les þær sjaldan mér til skemmtunar... það tekur bara svo langan tíma. Helst les ég skólabækur og tímarit, þá helst Lifandi Vísindi, Stuff, Maxim, Slam, FHM, og fleiri. Las samt nýlega “Hámarksárangur” eftir Brian Tracy, sem og “Ríki Pabbi, Fátæki Pabbi” eftir Robert Kiyosaki. Báðar bækurnar voru mjög góðar.
Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?
Segjum bara “The Usual Suspects”. Hún var helvíti góð. Margar myndir koma til greina og þessi bara kom uppí hugann. Hún var hreint afbragð.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Grillaður humar með hvítlaukssósu.
Hvert er uppáhaldskaffihúsið þitt?
Í fyrsta lagi þá drekk ég ekki kaffi, hef aldrei gert, en mun líklega byrja fljótlega. Fer sjaldan á kaffihús til að spjalla eða hitta fólk bara til að hitta fólk. Mér er mjög illa við fólk.
Hvert er uppáhaldssjónvarpsefnið þitt?
Gaman þykir mér að horfa á NBA körfuknattleik, og þá sérstaklega L.A. Lakers. Einnig er gaman að horfa á góða fótboltakappa sýna listir sínar. Annars er svo sem ekkert í sjónvarpinu “sem ég get bara ekki misst af”. Þetta er hvort sem er allt endursýnt fyrr eða síðar. Sérstaklega ef það er á Skjá Einum.
Hvar kaupir þú helst föt?
Ég hef keypt talsvert uppá síðkastið í Banananana Republic og Gap... skemmtileg tilviljun að Gap á einmitt Bananananana. Svo versla ég bara einhvers staðar þar sem góð (flott) föt eru á viðráðanlegu verði.
Hvernig tónlist hlustar þú á?
Núna er ég að hlusta á “Amnesiac” með Radiohead. Skemmtileg plata, sérstaklega þegar það er haft í huga að síðustu 3 lög disksins eru með Sveittum Gangavörðum. Sigurrós eru einnig mikið spilaðir og bara allur fjandinn. Samt ekki FM tónlist. Ég hef mikla andúð á slikri músík.
Hvernig myndir þú lýsa góðu laugardagskvöldi?
Ekki eins og kvöldinu í kvöld, það er ljóst. Það þyrfti bara að troða einhverju hressandi í grímuna á sér, vera í góðum félagsskap, fá sér nokkra, og syngja svo karaoke.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Óstundvísi, smjatt, hægir bílstjórar, drasl, atvinnuleysi, illa stillt umferðarljós og fleira.
Sefur þú í náttfötum?
Viðar fékk einu sinni raflost.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert?
Allskonar ferðalög eru jafnan hressandi. Tónleikar með músíkböndum geta verið skemmtilegir. Hryðjuverkastarfssemi getur lífgað uppá andann (ætli einhver ritskoði þetta?). Svo var náttúrulega stórkostlegt þegar ég og Harpa keyptum loksins stellið (e. The stell).
Hvert er mesta prakkarastrik sem þú hefur gert?
Er eitthvað sem toppar morðhótanir?
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur gert?
Að horfa á sjálfan mig syngja karaoke. Ég er þá virkilega svona lélegur!!!
Ef þú mættir fara í ókeypis ferðalag, hvert myndir þú fara og með hverjum?
Ég myndi fara til Barcelona með Hörpu. Ég var búinn að lofa að bjóða henni fyrir langa löngu, en hef bara ekki efni á því eins og er.
Stundar þú líkamsrækt að staðaldri?
Já, á hverjum degi. Ég bý í húsi sem er á tveimur hæðum og geng ég stigann daglega.
Ef þú mættir breyra einhverjum afmörkuðum þætti í þjóðfélaginu, hverju myndir þú vilja breyta?
Lögleiða öll eiturlyf. Það leysir allann vanda.
Hvaða einstaklinga lítur þú mest upp til?
Flestra bara. Ég er ekki hávaxinn maður.
Trúir þú á eitthvað?
Margur er knár þótt hann sé smár.
Átt þú þér eitthvert lífsmottó?
Já, ég ætla einhvern tímann að vinna í lottó.
Hagnaðurinn
Þetta er viðtal sem birtist í tímaritinu Vikan. Spurningarnar hafa margoft birst, en svörin ekki. Gjörið svo vel: Hagnaðurinn í Viku-viðtali.
Hvað ætlar þú að gera í vetur?
Ég á ekki von á að neitt stórkostlegt breytist í lífi mínu. Ég mun halda áfram að borða Kókópuffs á morgnana, svo verð ég vonandi kominn með vinnu þar sem ég mun vinna. Svo væri ekkert leiðinlegt að sötra bjór í nýju íbúðinni í góðum fíling um helgar. Ég geri ráð fyrir að fara að sofa uppúr miðnætti að staðaldri. Kannski ætla ég að æfa fótbolta, svo kemur vel til greina að stofna hljómsveit.
Hvað gerir þú í frístundum?
Ég geri bara svona allskonar. Eins og er þá æfi ég fótbolta og sæki um vinnur. Hvorugt gengur vel... þess vegna kemur til greina að snúa sér að öðru. Eyði oftast kvöldinu með kærustunni. Ræðum við heimsins málefni, já og slúður. Stundum tökum við myndbandsspólu og horfum á. Svo eyði ég talsverðum tíma fyrir framan skjái, þ.e. tölvuskjá og sjónvarpsskjá... Skjáir gefa lífinu lit.
Hver er uppáhaldsbókin þín?
Ég hef ekkert á móti bókum en les þær sjaldan mér til skemmtunar... það tekur bara svo langan tíma. Helst les ég skólabækur og tímarit, þá helst Lifandi Vísindi, Stuff, Maxim, Slam, FHM, og fleiri. Las samt nýlega “Hámarksárangur” eftir Brian Tracy, sem og “Ríki Pabbi, Fátæki Pabbi” eftir Robert Kiyosaki. Báðar bækurnar voru mjög góðar.
Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?
Segjum bara “The Usual Suspects”. Hún var helvíti góð. Margar myndir koma til greina og þessi bara kom uppí hugann. Hún var hreint afbragð.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Grillaður humar með hvítlaukssósu.
Hvert er uppáhaldskaffihúsið þitt?
Í fyrsta lagi þá drekk ég ekki kaffi, hef aldrei gert, en mun líklega byrja fljótlega. Fer sjaldan á kaffihús til að spjalla eða hitta fólk bara til að hitta fólk. Mér er mjög illa við fólk.
Hvert er uppáhaldssjónvarpsefnið þitt?
Gaman þykir mér að horfa á NBA körfuknattleik, og þá sérstaklega L.A. Lakers. Einnig er gaman að horfa á góða fótboltakappa sýna listir sínar. Annars er svo sem ekkert í sjónvarpinu “sem ég get bara ekki misst af”. Þetta er hvort sem er allt endursýnt fyrr eða síðar. Sérstaklega ef það er á Skjá Einum.
Hvar kaupir þú helst föt?
Ég hef keypt talsvert uppá síðkastið í Banananana Republic og Gap... skemmtileg tilviljun að Gap á einmitt Bananananana. Svo versla ég bara einhvers staðar þar sem góð (flott) föt eru á viðráðanlegu verði.
Hvernig tónlist hlustar þú á?
Núna er ég að hlusta á “Amnesiac” með Radiohead. Skemmtileg plata, sérstaklega þegar það er haft í huga að síðustu 3 lög disksins eru með Sveittum Gangavörðum. Sigurrós eru einnig mikið spilaðir og bara allur fjandinn. Samt ekki FM tónlist. Ég hef mikla andúð á slikri músík.
Hvernig myndir þú lýsa góðu laugardagskvöldi?
Ekki eins og kvöldinu í kvöld, það er ljóst. Það þyrfti bara að troða einhverju hressandi í grímuna á sér, vera í góðum félagsskap, fá sér nokkra, og syngja svo karaoke.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Óstundvísi, smjatt, hægir bílstjórar, drasl, atvinnuleysi, illa stillt umferðarljós og fleira.
Sefur þú í náttfötum?
Viðar fékk einu sinni raflost.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert?
Allskonar ferðalög eru jafnan hressandi. Tónleikar með músíkböndum geta verið skemmtilegir. Hryðjuverkastarfssemi getur lífgað uppá andann (ætli einhver ritskoði þetta?). Svo var náttúrulega stórkostlegt þegar ég og Harpa keyptum loksins stellið (e. The stell).
Hvert er mesta prakkarastrik sem þú hefur gert?
Er eitthvað sem toppar morðhótanir?
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur gert?
Að horfa á sjálfan mig syngja karaoke. Ég er þá virkilega svona lélegur!!!
Ef þú mættir fara í ókeypis ferðalag, hvert myndir þú fara og með hverjum?
Ég myndi fara til Barcelona með Hörpu. Ég var búinn að lofa að bjóða henni fyrir langa löngu, en hef bara ekki efni á því eins og er.
Stundar þú líkamsrækt að staðaldri?
Já, á hverjum degi. Ég bý í húsi sem er á tveimur hæðum og geng ég stigann daglega.
Ef þú mættir breyra einhverjum afmörkuðum þætti í þjóðfélaginu, hverju myndir þú vilja breyta?
Lögleiða öll eiturlyf. Það leysir allann vanda.
Hvaða einstaklinga lítur þú mest upp til?
Flestra bara. Ég er ekki hávaxinn maður.
Trúir þú á eitthvað?
Margur er knár þótt hann sé smár.
Átt þú þér eitthvert lífsmottó?
Já, ég ætla einhvern tímann að vinna í lottó.
Hagnaðurinn
<< Home