þriðjudagur, september 24, 2002

Og hann reis á hinum sautjánda degi...

... Mínir kæru lesendur nær og fjær! Lítið hefur verið um blogg hér að undanförnu og mun ég hér reyna að bæta fyrir það og flytja tíðindi af mér og mínum.

Fyrst lítillega af atvinnumálum. Þannig er að enn starfa ég á velli allra landsmanna, Laugardalsvelli. Ég hef fengið orð í eyra fyrir það og háðsglósur. Menn segja að maður með háskólapróf í viðskiptafræði eigi að vera að gera eitthvað allt annað. Það er alveg hárrétt og lítið við því að segja.... því segi ég sem minnst. En góðir hlutir gerast víst hægt. Svo má eiginlega líka segja að þetta er betur borgað heldur en atvinnuleysisbætur, eða segðu, bara ekki neitt. Staðan var bara orðin þannig að ég var ekki búinn að fá launatjekka í rúmlega ár, og það var bara eiginlega orðið of mikið. Þannig að þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara nokkuð sáttur að hafa eitthvað að gera. En hvað er ég að gera? Þetta er í rauninni ekki ósvipað og að horfa á málningu þorna.... ég horfi á gras vaxa. Já, þetta fær maður fyrir þriggja ára háskólanám !!!

... En Hagnaðurinn er alltaf með eitthvað í spilunum og reynir að hafa allar klær úti. Ég fór í viðtal á mánudaginn fyrir starf skattrannsóknarmanns hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Það gæti verið nokkuð spennandi djobb. Eitthvað á annað hundrað manns sóttu um, en við komumst held ég 5 í viðtal; þannig að það er nokkuð hressandi að vita. Ég tel að það séu um 20% líkur á að ég fái starfið.... ef ég fæ það ekki, þá bara spenni ég klærnar. Ég er líka búinn að vera að sækja um víða annars staðar, en málið er bara að það eru svo margir sem eru að berjast um þessar fáu stöður sem eru í boði... þannig að þetta er erfið barátta, en ekki ómöguleg... ekkert er Hagnaðinum ómögulegt!!!

Hvað annað er nýtt? Jú, við Framarar héngum uppi enn eitt árið. Það er bara hressandi. Svo erum við í bikarúrslitum á laugardaginn. Við munum víst chilla á Hótel Örk nóttina áður. Fram er nefnilega svo ríkt félag að það getur leyft sér hvað sem það vill. Gott ef við mætum ekki í þyrlu á leikinn!

Svo fögnuðum við Harpa 3 ½ árs afmæli sambands okkar á mánudaginn. Ég gaf henni bambussprota í tilefni dagsins. Það á að vera voða flott í dag á klakanum. Hún hló bara að mér. En þetta er eitthvað svaka hamingju-happa bambus, já og hann endist betur en rósir. Ég gaf Hörpu eins sinni kaktus og lifir hann enn góðu lífi.

Ég vill helst ekki nefna veðrið. Því geri ég það ekki.

Gert er ráð fyrir að við Harpa flytum í kjallarann hjá henni í kringum 20. október. Það er tæpur mánuður í það. Við ætlum að mála og eitthvað blablabla. Já, og svo verður stellið að fá sinn stað. Ef þú ert strákur og skilur ekki neitt um stell, þá ráðlegg ég þér að halda þig frá þeim málum.

Gott í bili
Hagnaðurinn