laugardagur, september 07, 2002

Innri togstreita gerir vart við sig...

... málið er það að ég hef verið að lesa bloggið hjá fólki... bara einhverjum hálvitum útí bæ eiginlega, og það er eins og allir viti allt betur og eru að kvarta og vilja breyta þjóðfélaginu blablabla... svona kúka ádeila í gangi!!! Ég var búinn að ákveða að falla ekki niðrá þetta plan, og bara svona vera rólegur á því og flytja fréttir af sjálfum mér... einhvers konar dagbók... en hingað og ekki lengra... nú er mælirinn fullur!!! Ha, einhver Eminem hlaupinn í bölvaðan Hagnaðinn? Skoðum málið...

... Nú er það tíðrætt í þjóðfélaginu að fólk keyri bíla. Sumir keyra bara venjulega, sumir keyra hratt, sumir keyra fullir, aðrir án ökuréttinda, svo eru líka sumir sem keyra á. En það er eiginlega aldrei talað um þá sem keyra of hægt. Það er þetta fólk sem fer í taugarnar á mér. Ég er búinn að lenda í tveimur atvikum í dag þar sem ég næstum brjálaðist. Ég!.. þessi rólyndis maður.

... Fyrst var ég að keyra uppí Hvalfjörð... var að fara að tína ber (blá). Ég var sem sagt á þjóðvegi, og þar er 90 km. hámarkshraði. Þar var einhver fyrir framan mig, á jeppa, og hann keyrði á 60! Svona menn eru hættulegir og þá á að úrbeina. Kom svo í ljós loksins þegar ég fékk tækifæri til að taka fram úr honum að þetta var fyrrverandi handboltaþjálfari Hörpu. Fari hann í rass og rófu.
... Seinna atvikið var fyrir svona 20 mínútum. Það var hérna í Jaðarselinu, rétt hjá þar sem ég bý. Þar er hámarkshraðinn 50 km./klst. Konan fyrir framan mig var að keyra á 10, ég endurtek 10. Ég tók fram úr henni þegar ég fékk tækifæri til... konufjandinn var að tala í símann!

... Svo eru það nýbúarnir. Þrisvar hef ég lent í því að vera fyrir aftan bíl sem skipti um akgrein án þess að gefa stefnuljós. Í öllum tilvikum var um að ræða konur af asískum ættum. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti Asíufólki, þvert á móti, heldur er ég andvígur fólki sem kann ekki að keyra.

Takk fyrir lesturinn. Vonandi höfðuð þið bæði gagn og gaman af honum.
Elskum náungann.
Hagnaðurinn

ATH. Þær skoðanir sem hér koma fram eru mínar og tengjast á engan hátt ríkisstjórn Íslands.