laugardagur, september 14, 2002

Það hlaut bara að koma að update-i.

Já, ýmislegt hefur gerst í lífi Hagnaðarins á undanförnum dögum. Lítum á það helsta. Á þriðjudaginn var leikur um kvöldið. Það var einhver svaka undirbúningur, eins og um landsleik var að ræða... þó aðeins hafi verið undanúrslitaleikur í bikarkeppninni. Í hádeginu var farið á Ask á Suðurlandsbraut. Það var ágætt. Svo var farið í einhver heimskulegan leik og að því loknu chillað á Grand Hótel fram að leik sem hófst klukkan 19:30... og þá að leiknum:

Við vorum sem sagt að spila við Eyjamenn. Þeir geta ekki neitt nema tudda á náunganum. Samt komust þeir í eitt-núll á móti okkur. Í seinni hálfleik náðum við að setja tvö mörk á þá og vinna. Eitthvað voru menn að segja mér að mikið hafi verið gert úr innkomu minni í leikinn... ég var sko varamaður!!! Ég veit eiginlega bara ekkert hvað verið er að tala um. Það er ekki eins og Maradona hafi mætt á svæðið. Ég klobbaði engan, skoraði ekki, og lagði ekki upp mark. (tókuði eftir því að klobbin kom fyrst... það er mikilvægt). Mér fannst þetta í rauninni eins og hver annar leikur hjá mér. Svo var ég valinn maður leiksins í DV... þrátt fyrir að hafa spilað einhvern hálftíma. Hagnaðurinn er alveg gáttaður. Allavega, þá erum við komnir í úrslit og sá leikur verður síðar.

Svo kom ég heim eftir leikinn og var bara kominn með vinnu!!! Já, vinnu skrifaði ég... ef vinnu ætti að kalla. Ég er sem sagt kominn með vinnu niðrá Laugardalsvelli við að gera eiginlega ekki neitt. Ég er búinn að vinna þrjá daga, og það voru víst erfiðu dagarnir. Þeir voru það eiginlega ekki. Ég held ég geti haft þessa vinnu í einhvern mánuð ef ég vill. Vonandi verð ég kominn með eitthvað annað fyrir það. Til dæmis...

... starf sem skattrannsóknarmaður sem ég sótti um í vikunni. Það er enginn smá titill. IRS Investigator.... hvernig hljómar það eiginlega. Umsóknarfresturinn rann út í gær. Vonandi fæ ég allavega að mæta í viðtal og heilla þetta lið uppúr skónum. Já, og by the way, starfið sem ég sótti um hjá Dóminós... fæ ekki einu sinni viðtal... en mér var þakkaður sýndur áhugi. Ég ætla að snúa mínum viðskiptum annað héðan í frá.


Hagnaðurinn