föstudagur, september 06, 2002

Ég er svo mikill þjófur....

... ég er búinn að vera alveg á fullu hér undanfarna daga að stela tónlist af Internetinu með hinu umdeilda forriti Kazaa... shit hvað ég er busy mar !!! ... Já, eitthvað verður maður að gera þegar engin er vinnan. Kíkjum á hvað ég er búinn að vera að ná í.

1) Coldplay – A Rush of Blood to the Head. Já, þetta er nýja platan frá strákunum í Coldplay. Þetta eru hressir strákar frá eyjum Bretlands sem svíkja engan... þ.e. strákarnir svíkja engann, eyjan er annað mál. Ég er ekki mikið búinn að hlusta á þennan disk, fyrir utan nokkur lög, en þau lofa virkilega góðu. Gamla platan, Parachutes, var náttúrulega meistaraverk, og fá lög er skemmtilegra að syngja í karaoke en lagið “Yellow” eða Gulur, og það verður spennandi að sjá hvort hér liggi slíkur gullmoli.

2) Dave Matthews Band – Busted Stuff. Mér hefur þótt það skrítið að Dave Matthews hafi aldrei orðið vinsæll hér á landi. Ég kynntist músík hans fyrst þegar ég fór til Bandaríkjanna og ég held bara að ég eigi alla diskana hans núna. Allavega, þá er þetta nýji diskurinn hans. Þessi diskur lofar mjög góðu, nema hvað að nokkur af lögunum sem ég downloadaði voru eitthvað skrítin. Vil ég kenna þeim sem ég downloadaði frá um það mál. Helvítis fólk, getur það ekki skírt lögin réttum nöfnum... Ansans.

3) Eminem – The Eminem Show. Mér finnst hann helvíti sniðugur litli hvíti kallinn. Já, kannski er það rétt sem fólk segir... Besti golfarinn er svartur og besti rapparinn er hvítur !!! Hvernig ætli það sé eiginlega að vera svona reiður. Nú hélt ég að félagi minn, Baldur Knútsson, væri stundum reiður, en það er bara kellingavæl í samanburði við það sem fram kemur á þessum diski. Já, Eminem, dreptu bara mömmu þína, hún á það eflaust skilið. Shit.

4) Eva Cassidy – Songbird. Þetta er hugljúfur diskur mjög. Ég sá að einhver mælti með honum einhvers staðar sem mikilli snilld sem hlusta má á við hin ýmsu tækifæri. Og þar sem lífið er eitt stórt tækifæri, þá geri ég ráð fyrir að það megi hlusta á diskinn í gegnum lífið. Þetta eru sem sagt svona ljúfar ballöður, og að ég held allt lög eftir aðra. Ég veit ekki hvort þessi kona sé svört, hvít, gul, eða fjólublá. Það sem ég veit er að hún syngur eins og engill. Eru englar til?

5) John Mayer – Room for Squares. Já, ég held bara að þetta hafi verið diskurinn sem kom hvað mest á óvart. Ég heyrði fyrsta lagið af þessum disk, “No Such Things”, fyrr í sumar og fannst það bara hressandi. Þess vegna ákvað ég bara að ná í restina af disknum. Þessi gæi er örugglega Ameríkani, eða bara Kani, og hann syngur eiginlega alveg eins og Dave, fyrrnefndur, Matthews, en samt ekki alveg eins.

6) Massive Attack – Mezzanine. Þetta er nú gamall og góður diskur. Ég náði í þennan disk fyrir mína ástkæru Hörpu, henni finnst nefnilega lagið “Teardrop” svo gott; ekki hressandi, bara gott... svona þegar haustlægðirnar byrja að koma, og það fer að hvessa og rigna frá hlið... þá er gott að leggjast uppí rúm og hlusta á þetta. Meira hef ég eiginlega ekki að segja, nema hvað að Massive Attack eru að fara að gefa út nýjan disk, eða diska, man ekki alveg... þetta stóð í Mogganum.

7) Norah Jones – Come Away With Me. Ég er ekki stoltur að segja frá því en ég heyrði (las) fyrst um þennan disk í hinu virta vikuriti “Vikan”. Hljómaði sem ágætis haust-diskur, og náði því í hann. Svo var ég bara að lesa Moggann í góðum fíling, og þar sé ég að þessi diskur er bara kominn númer 2 á lista yfir mest seldu plöturnar. Þetta er svona létt djass eitthvað, ekki ósvipað Eva Cassidy... á maður að skrifa Evu Cassidy? Ég veit það ekki. Norah er aðeins 22 ára gömul, ári yngri en ég.

8) Oasis – Heathen Chemistry. Drengirnir í Oasis standa alltaf fyrir sínu. Finnst samt eins og ég þurfi að kaupa þennan disk, því ég á alla hina. Svona skrifaður diskur passar ekki alveg inní diska-safnið. Þetta er ágætis diskur, þarf samt að hlusta á hann aðeins meira... hef ekki gert það því annar diskur hefur eiginlega bara átt spilarann... og það er ...

9) The Flaming Lips – Yoshimi Battles the Pink Robots. Sko, ég las um þennan disk í nýjasta tölublaði Undirtóna. Þar fékk hann 5 stjörnur. Það þýðir að hann sé skyldueign. Ok, hugsaði ég, það fá ekki margir 5 stjörnur, svo þetta hlýtur að vera góður skítur. Og það kom á daginn. Þetta er algert eðal stöff, eiginlega ekki alveg hægt að útskýra hvernig músík þetta er, en hlustun er sögu ríkari. Undirtónar vildu meina að þetta væri svona OK Computer diskur ... ég veit það ekki. En ég segi að ef það er einn af þessum níu diskum sem þið ættuð að kaupa eða stela, þá er það vafalaust þessi.

Haukur Hagnaður