miðvikudagur, september 04, 2002

Það er einhver leti að hellast yfir mig hér...

... og ég er ekki nógu duglegur að uppfæra. Hef ég fengið orð í eyra frá meira en einum aðila... vilja sumir meina að það sé ómissandi þáttur að lesa það sem ég hef að segja morgun hvern.

Ég er vanur að skrifa lítillega um bíómyndir, og horfði ég á eina slíka í gær. Það var myndim The Score með Robert D. Niro, Edward Norton og fleirum feitum í aðalhlutverkum. Þetta var bara ágætis mynd... svona létt og skemmtileg afþreying bara... allavega skömminni skárri en viðbjóðurinn sem nefnist Crossroads, þar sem Spritney Bears fer ekki á kostum.

Jæja, hef ég líka sótt um tvær stöður í dag. Önnur var auglýst inná heimasíðu Abendi. Þetta er tímabundin staða í 3-4 vikur við einhvers konar gagnainnslátt. Allt í lagi að sækja um svo sem, þó vissulega hljómi þetta ekki spennandi. Ætla bara að fá að vita hvað er í boði.

Seinna starfið hljómar svona:
Stórt framleiðslufyrirtæki óskar eftir að ráða fólk í sölu og markaðssetningu. Starfssvið er uppbygging og viðhald viðskiptasambanda, vörukynningar, bein sala og tilboðs- og samningagerð. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, hafa reynslu af sölustörfum, hafa góða samskiptahæfileika, vera þjónustulipur og geta unnið sjálfstætt. Viðkomandi verður að hafa góða ensku kunnáttu, önnur tungumál væri gott að hafa en eru ekki skilyrði.

Svo er ég að fara í tvö viðtöl seinna í vikunni, nánar tiltekið á morgun og hinn og mun ég láta vita hvernig þau fara.

Hagnaðurinn kveður í bili.

ps. Ég á von á að rita annan pistil hér seinna í dag. Ég er kominn á ról aftur.