laugardagur, júlí 27, 2002

Jæja, þá er ég aðeins búinn að bæta þessa síðu. Maður er ekki dauður úr öllum æðum þó að maður sé atvinnulaus. Annars er það að frétta af atvinnuleit minni að það mun birtast auglýsing í Dagblaðinu á morgun sem mun vonandi hljóða svona:

“23 ára karlmaður óskar eftir vinnu sem allra fyrst á höfuðborgarsvæðinu. Hef nýlokið prófi í viðskiptafræði við bandarískan háskóla með mjög góðum árangri. Nánast allt kemur til greina. Nánari uppl. í síma 557-1137.”

Ég geri mér grein fyrir að þetta er einkar frumlegt og vonandi eru einhverjir dúdar útí bæ sem slá á þráðinn og bjóða mér einhverja svaka stöðu.

Svo langar mig að benda á að ég er búinn að setja inn svona flottan teljara hérna einhvers staðar. Það vonandi hvetur ykkur til að koma hingað oftar og sjá hvað er virkilega upp.

Einnig er ég búinn að setja upp minn fyrsta link .... og það er ekki inná ómerkari síðu en til strákanna í Sigurrós, sem margir vilja meina að sé besta hljómsveit í heimi. Inná þessari síðu er hægt að fá hafsjó af upplýsingum, sem og lög og myndbönd frá hljómsveitinni.

Að lokum skal geta að ég er búinn að setja upp svona “comment”, þar sem já, fólk getur kommentað á það sem ég hef að segja ... sem er svo sem ekki ýkja merkilegt.

Haukur Hagnaður kveður að sinni.
Góðar stundir.




Hello fans from around the world. I just wanted to tell ya´ll about the latest additions on this page. My veins are not all dead even though I am unemployed. Talking about my employment … there will be an ad in the newspaper tomorrow. I’m not gonna translate it for ya´ll because you have done nothing to deserve it. Hopefully some dudes will give me a call tomorrow and offer me a job or something.

I just added a counter to the page … should be here somewhere on the right. It’s very cool… you don’t have to tell me because I just know. This counter will hopefully encourage ya´ll will visit the page more often, because we’re in this together, right?

I also added my first link … to what some say is the best band in the world… Sigurros. It’s a very cool page, and you can find music to download and also some videos. There is an ocean of information. (I just love translating Icelandic phrases into English… they sound so stupid.)

Finally, now you can make comments on what I have to say or somebody else. You know how this works and I’m not gonna explain it.

That’s all
Haukur is off