mánudagur, júlí 29, 2002

Golf Update

Jæja, þá er Hagnaðurinn nýkominn úr ansi hressu golfi. Ég fór með Bjarka Stefánssyni, sem var með mér útí CCU. Spilað var að Setbergi í Hafnarfirði... bærinn sem kemur á eftir Garðabæ er ekið er í áttina að Keflavík og Grindavík og öllum hinum sveitabæjunum.

Það er skemmst frá því að segja að ég spilaði mitt besta golf í sögu lífs míns. Það þýðir þó ei að þetta hafi verið gott golf. Lítum á afrek dagsins:
Ég náði mínum fyrsta fugli (e. Birdie).
Ég spilaði fyrri níu (9) holurnar á fimmtíu (50) höggum.
Ég spilaði átján (18) holurnar á hundrað og fimm (105) höggum.
Ég fékk fjögurtíu ((40) Hvernig skrifar maður eiginlega þessa tölu?) punkta... hvað svo sem það þýðir!!!
Allt eru þetta ný met. Ég vill nota tækifærið og þakka guði fyrir að hafa hjálpað mér. Án Hans hefði þetta ekki verið mögulegt.

Takk