þriðjudagur, júlí 30, 2002

Farsími Já

Þá er kallinn bara búinn að fjárfesta í farsíma. Það þýðir víst að nú er ég maður með mönnum (ekki þó í þeirri merkingu að ég sé samkynhneigður). Þetta er sími sem var keyptur hjá Tal. Hann er af gerðinni Nokia 5210. Hann er blár á litinn. Það mun vera töff. Ekki er vitað hvort ég geti misst Hann niður í klósett og Hann lifað það af.
Svona lítur þessi sími út: Ja Ja ... Svona er hann

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir kalla ég farsímann “Hann”. Ég kýs að gera það ekki mikið lengur og óska ég því eftir tillögum að nafni á farsímanum. Eins og fáir virðast hafa tekið eftir þá er svona dæmi hér að neðan þar sem stendur skýrt og greinilega “comment”. Endilega færið músarbendilinn á þetta orð og sendið inn línu eða tvær. Ég vill hressandi nöfn sem gefa farsímanum eigið líf.

Gervigreind er möguleg. Sjáið bara til.

Hagnaðurinn að eilífu,
Amen.